Sunday, March 15, 2015

Morgnarnir eru verstir nema þegar kvöldin eru verst. 
Ég þoli ekki lengur við, ég á erfitt með að finna leið til að höndla sársaukann. Oftast nær get ég bægt sársaukanum frá mér yfir daginn. Hann er þarna en ég er orðin það ´góð´að ég get sett hann til hliðar, næ að einbeita mér að öðru, gera aðra hluti. Það er engin undankomuleið á kvöldin, það er eins og sársaukinn bíði færis og stekkur fram á leiksviðið af fullum krafti. Bamm, bamm, búmm, bamm. Ég reyni að hugsa kvalirnir í burtu, ég reyni að leiða hugann frá þeim, teygja á aumum liðum, anda mig í gegnum sársaukann. Baráttuþrekið minnkar við hvert skipti og ég finn hvernig ég missi vitið smátt og smátt við hverja sársaukabylgju, ég get ekki meira.

Endalausir tilraunir til þess að ná bata, hver tilraun hjálpar til að halda í vonarglætu um að einn daginn endurheimti ég líkamann úr helju. Þrátt fyrir að engin tilraun hafi borið árangur, ég er ekki jafn vongóð í upphafi nýrra tilraunar líkt og ég var fyrir tíu árum. Skipsbrot hverrar tilraunar tekur sinn skerf af voninni og tíu löngum árum seinna er vonarpokinn orðinn lítill. Í stað vonar er kvíði og vonleysi í upphafi. Kvíði og vonleysi og yfirgengileg afbrýðissemi út í alla sem vakna á morgnan án sársauka, sem sofna á kvöldin án verkja, sem án umhugsunar geta gengið í búðina.

Efsasemdirnar láta á sér kræla um leið og ég vakna, ég ætti nú ekki að standa í þessu, hvers vegna ekki bara að byrja á morgun, það verður svo mikið af kökum. Kökum sem þú ert búin að fá þér milljón sinnum áður, kökur sem þú hefur ekki nokkra einustu stjórn á þér þegar þú byrjar að borða. Langar þig til að fara í tvö afmæli í dag og missa algera stjórn á þér, aftur og aftur og aftur. Einu sinni enn, fá skömmustutilfinninguna yfir þig alla. Spyrja þig síðan í lok dags, af hverju ekki í dag?

Saturday, March 14, 2015

Ég er öfundsjúk út í fólk sem getur hreyft sig. Ég verð reið og finnst þau eiga það ekki skilið. Að hreyfingunni sé sóað á þetta fólk sem kann ekki að meta það og nennir ekki að hreyfa sig, ganga, taka til.

Samfélagið vill trúa því að það sé svo þroskandi að takast á við veikindi. Sannleikurinn er sá, allavegana í mínu tilviki, að kona verður bitur, reið, öfundsjúk og stöðnuð. Því það er erfitt að afla sér þekkingar þegar heilinn er undirlagður af sársauka og verkjum, það er illómögulegt að leita nýrra reynslu þegar líkaminn skakkalappast þetta áfram.


Ég er svo brjáluð út í allt og alla.

Ég er haldin fíknisjúkdóm

Ég er á flótta

Er ég með tóm

Er ég að reyna að fylla upp í tóm með mat?

Ég er reið, reið út í fjölskyldu mína, reið út í F og reið út í vini mína.

 allt sem ég geri er ómerkilegt og ómikilvægt, allt sem hann gerir er mikilvægt. Allt sem ég geri er mikilvægt, ég er mikilvæg, ég þarf ekki að eyðileggja sjálfan mig til að ljós annarr skíni.

Fyrst og fremst er ég reið út í veikindi, að vera veik, að hafa vera sett til hliðar, að geta ekki lifað eðlilegu lífi.

Fokkins fokkans gigt

ÓTTASLEGIN
HRÆDD
MEDVIRK
VIL EKKI VERA MED VESEN
FINNST ÉG EKKI EIGA RÉTT Á HAMINGJU
ÞARFIR ANNARRA MIKILVÆGARI
EKKI NÓGU GÓÐ
EKKI ÞESS VIRÐI
LJÓT
FEIT
TEK BITA AF MÉR TIL AÐ PEBBA AÐRA UPP
GERI LÍTIÐ ÚR MÉR
ÞORI
E
K
K
I
HRÆDD
ALLTAF HRÆDD
HEIMSK
HAGA MÉR HEIMSKULEGA
KJARLAUS
ÞORI EKKI
AÐRIR
ALLTAF AÐRIR
ALLTAF AÐRIR
ALLTAF AÐ REYNA AÐ HALDA ÖLLUM GÓÐUM
VIL EKKI AÐ AÐRIR ÞURFI AÐ TAKA TILLIT