Saturday, March 14, 2015

Ég er öfundsjúk út í fólk sem getur hreyft sig. Ég verð reið og finnst þau eiga það ekki skilið. Að hreyfingunni sé sóað á þetta fólk sem kann ekki að meta það og nennir ekki að hreyfa sig, ganga, taka til.

Samfélagið vill trúa því að það sé svo þroskandi að takast á við veikindi. Sannleikurinn er sá, allavegana í mínu tilviki, að kona verður bitur, reið, öfundsjúk og stöðnuð. Því það er erfitt að afla sér þekkingar þegar heilinn er undirlagður af sársauka og verkjum, það er illómögulegt að leita nýrra reynslu þegar líkaminn skakkalappast þetta áfram.


No comments:

Post a Comment