Wednesday, February 17, 2016

Gigtveik í megrun

Greek Yogurt Panna Cotta with Blueberry Sauce: Berry and Turmeric Smoothie. Turmeric is a potent anti-inflammatory, the berries contribute perfectly to the taste of this light post-workout smoothie! #smoothie #postworkout:                                                           

Helsta vandinn við að matbúa fyrir gigtveika er að úthaldið er oftast nær mjög lítið. Ég get hvorki staðið lengi né skorið mikið og ef ég eyði miklum tíma í matargerð þá á ég ekkert afgangs til að takast á við lífið. Það er gífurlega mikilvægt fyrir mig að finna uppskriftir og leiðir sem eru auðveldar og taka lítinn tíma.

Tuesday, February 16, 2016

Megrun og gigt

Ég er með ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vil skrásetja leiðina til bata en á erfitt með að finna fókus punkt en fyrst og fremst er ég feimin. Ég er ekki alveg viss um að ég treysti mér í að setja gigtarbaráttuna á netið en á sama tíma er sjúk að fá 1000 fylgjendur og allan þann pakka. Það væri auðvitað mjög gaman að ná að setja saman blogg sem myndi gagnast öðrum gigtarsjúklingum.


Ég kynntist konu sem nær að halda sjúkdómi sínum niðri með mataræði sínu og það hefur fyllt mig von um að það sé hægt að vinna fullkomnlega bug á sóragigtinni. .

Tuesday, February 9, 2016

Bolluárangur

Ég ætlaði á bollubömmer EN uppgötvaði að þrátt fyrir óhóflegt bolluát þá hef ég ekki borðað nammi í þrjá heila daga🎉🎉🎉

Monday, February 8, 2016

Erfið samskipti

Ég á í ákveðnum samskiptum sem valda mér streitu, kvíða og vanlíðan. Ég hef dílað við þau með að borða of mikið og of óhollt. Mér finnst ofátið vera þessum samskiptum að kenna og ég held að ef ég þyrfti ekki að eiga í þeim þá myndi mér líða betur.

En, það er ekki í boði og það er líka skrítið að ætla að varpa allri ábyrgðinni á minni hegðun yfir á hvernig aðrir eru að haga sér.

En það breytir því ekki að samskiptin halda áfram að valda mér streitu, kvíða og vanlíðan og ég er uppiskroppa með leiðir til að díla við það. EN ég verða að halda áfram að reyna að finna út úr þessu. En ég væri til í að fá nokkra daga þar sem ég ætti eingöngu í ánægjulegum samskiptum:)

Sunday, February 7, 2016

Matur fyrir megrun

Fyrst og fremst borða ég of mikið sælgæti. Sælgæti er minn helsti akkerishæll. Ég er ekki mikið matargat, ég væri til í að taka bara töflur og borða tvisvar sinnum í viku. Eins gaman og mér finnst að skoða uppskriftir og horfa á fallegar matarmyndir þá fylgir sú gleði mér ekki inn í matargerðina. Úthaldsleysi hefur mikið að segja, ég á mjög erfitt með að elda. Fætur og hendur eru lengi að jafna sig og útheimtir mikla orku að stússast í mat. Það þarf að kaupa í matinn, elda hann og taka til eftir sig. Fyrir gigtveikan líkama þá get ég eitt, hugsanlegt tvennt en sjaldan allt þrennt. Matseld er mér því verulega erfið. 

Asian Sesame Cucumber Salad
Sesam-salat
Ég er búin að semí kaupa inn fyrir þrjá rétti sem ég plana að taka með mér í vinnuna og borða í dag. Ég hata að setja inn myndir á blogger, þær koma aldrei út eins og kona vill. Þær verða því miður að vera bara hér út um allt. En réttirnir þrír eru sesamsalat, grænmetissushí og sætkartöfluréttur frá ljúfmeti.com. Ég fór með þann rétt í vinnuna og varð ekki meint af. Banana-chia-hafragrautur í fyrramálið, smoothie og salat, svo sána í fyrramálið og þetta mun ganga vel hjá mér. positvie thoughts:)

   


Grænmetis-sushí

Saturday, February 6, 2016

Infrarauð sauna - Grandspa Reykjavík

Ég keypti mér á föstudaginn, 10 tíma kort í infrarauð sánu hjá þeim í Grandsp Reykjavík. Infrarauð-sauna á að vera sérstaklega góð fyrir gigtarsjúklinga.  Ég ber nokkrar vonir í brjósti að sánan geti náð að vinna á bandavefsvandanum sem ég glími við. 

Ég var allan síðasta vetur hjá besta sjúkraþjálfara í heimi en þrátt fyrir mikla og góða vinnu þá náði ég fótunum ekki góðum. Í stuttu máli sagt þá glími ég við eftirköst gigtarverkja. Samkvæmt sjúkraþjálfaranum þá stífnar bandvefur oft upp í kjölfar langvarandi verkja og veldur verkjum. Ég er til að mynda ætíð með leiðinda verki rétt fyrir ofan ökkla og neðan kálfa. Það eru engin liðamót þar en þetta svæði hefur reynst mér verst síðustu ár.

Infrarauð sána á að vera góð til að mýkja upp bandvef og mjúkvefina. 
Infrarauðir ljósgeislar fara inn í líkama okkar um 4.5 cm þægilega og örugglega, sem þýðir að innstu vefir og líffæri verða örvuð, sem svo gerir það að verkum að maður svitnar mun meira en maður gerir í hefðbundinni saunu.
Meðferð í infrarauðri saunu útvíkkar blóðæðarnar og eykur blóðrásina, leysir upp spennuna og sér til þess að sveigjanleiki sé í vöðvum. Á sama tíma róast líkaminn niður.
Meðferð með hreinu infrarauðu hitabylgjunum hafa einnig gefið jákvæðar niðurstöður á spóríasis og brunaskaða, með því að opna svitaholurnar fjarlægjum við sködduð efni og dauðar húðfrumur á fljótlegan hátt og flýtum fyrir endurnýjun, sem gefur frískari og mýkri húð.
Maður finnur fyrir vellíðan í infrarauðri saunu, upplifir afslappandi og afstressandi áhrif sem einnig bæta ónæmiskerfi. Þegar hiti eða flensa gerir vart við sig getur notkun á infrarauðri saunu haft jákvæð áhrif. 

 Ég fór og það var gott en það hefði verið enn betra ef ég hefði getað farið í nudd áður. Það vantaði herslumuninn á að losa nógu mikið um. EN EN EN EN EN það var ágætt að fara og sánuferðin markaði upphaf skorpu #33.


 Ég ákvað að hafa bæði bestu myndina og eina af þeim verstu. Það voru fleiri vondar en góðar.

Einu sinni leit ég svona út

 gat bæði hreyft mig og hlegið. Staðan er ögn önnur núna Ég sé fyrir mér að borða mjög létt um helgar. Helgarnar get ég en málin vandast þegar kemur að vinnunni. Ég er mjög þreytt eftir hana og treð í mig óhollustunni eftir hana. Ég stefni á að nesta mig þessa vikuna og er búin að finna eitt og annað sem gagnast mér. Ég verð að muna að ég hef getað áður lifað án þess að borða óhollt og það er mitt að finna leið til að gera það aftur.

Friday, February 5, 2016

Skorpa #33

Djöfull er júróvísíon lélegt, ég elska það samt. Lagavalið er samt alltaf svo glatað!!! Skemmtilegasta lagið er hennar Gretu en ég er einnig skotin í hljómsveitinni Evu.

Ég veit ekki hvernig ég á að byrja, annars vegar langar mig til að halda dagbók til að komast yfir síðasta hjallann (og sú dagbók á að vera full af fallegum myndum sem sýna hvernig ég massa þetta) en hins vegar vil ég bara fá útrás fyrir gremju og vorkenna sjálfri mér.

Ergo: síðasti hjallinn er mér drulluerfiður og ég næ hvorki að grenna mig né ná mér nógu góðri af helvítis gigtinni.

Eitt sem er mikilvægt er að blogga samdægurs, það fennir fljótt í sporin og það er mikilvægt að skrá niður markmiðin og gleðin og væntingar sem fylgja því að setja markið á betra líf. Það er leiðinlegara að segja frá því að kona hafi sett sér markmið og ekki enst í fimm mínútur, risssaaa stórt dææææssss.

Í fyrsta sinn blogg ég og er nokk sama þó að enginn lesi. Mér hefur fundist mikilvægt að komast í kynni við aðra sem glíma við gigt og fylgifiska hennar en núna þarf ég bara að komast á annað stað í lífinu, ná betri heilsu og finna leiðir til að halda mér við efnið.

Wednesday, February 3, 2016

Ekki í stuði

Oft þegar ég hef nýtt "átak" þá er ég í stuði, MIKLU STUÐI. Hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og finna leiðir til að tækla gigtarlífið. Ég er skorpukona og mér er það lífsnauðsynlegt að fara reglulega í "átak", þ.e. taka nokkrar vikur þar sem ég einbeiti mér að matarræði, hreyfingu og vellíðan.

Ég hef bara hvorki fundið nennuna né stuðið!!!

Nú þýðir samt ekki lengur að bíða, ég þarf að byrja þó að ég sé ekki í nokkru einasta stuði til þess.