Wednesday, February 3, 2016

Ekki í stuði

Oft þegar ég hef nýtt "átak" þá er ég í stuði, MIKLU STUÐI. Hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og finna leiðir til að tækla gigtarlífið. Ég er skorpukona og mér er það lífsnauðsynlegt að fara reglulega í "átak", þ.e. taka nokkrar vikur þar sem ég einbeiti mér að matarræði, hreyfingu og vellíðan.

Ég hef bara hvorki fundið nennuna né stuðið!!!

Nú þýðir samt ekki lengur að bíða, ég þarf að byrja þó að ég sé ekki í nokkru einasta stuði til þess.

No comments:

Post a Comment