Monday, February 8, 2016

Erfið samskipti

Ég á í ákveðnum samskiptum sem valda mér streitu, kvíða og vanlíðan. Ég hef dílað við þau með að borða of mikið og of óhollt. Mér finnst ofátið vera þessum samskiptum að kenna og ég held að ef ég þyrfti ekki að eiga í þeim þá myndi mér líða betur.

En, það er ekki í boði og það er líka skrítið að ætla að varpa allri ábyrgðinni á minni hegðun yfir á hvernig aðrir eru að haga sér.

En það breytir því ekki að samskiptin halda áfram að valda mér streitu, kvíða og vanlíðan og ég er uppiskroppa með leiðir til að díla við það. EN ég verða að halda áfram að reyna að finna út úr þessu. En ég væri til í að fá nokkra daga þar sem ég ætti eingöngu í ánægjulegum samskiptum:)

No comments:

Post a Comment