Saturday, February 6, 2016

Infrarauð sauna - Grandspa Reykjavík

Ég keypti mér á föstudaginn, 10 tíma kort í infrarauð sánu hjá þeim í Grandsp Reykjavík. Infrarauð-sauna á að vera sérstaklega góð fyrir gigtarsjúklinga.  Ég ber nokkrar vonir í brjósti að sánan geti náð að vinna á bandavefsvandanum sem ég glími við. 

Ég var allan síðasta vetur hjá besta sjúkraþjálfara í heimi en þrátt fyrir mikla og góða vinnu þá náði ég fótunum ekki góðum. Í stuttu máli sagt þá glími ég við eftirköst gigtarverkja. Samkvæmt sjúkraþjálfaranum þá stífnar bandvefur oft upp í kjölfar langvarandi verkja og veldur verkjum. Ég er til að mynda ætíð með leiðinda verki rétt fyrir ofan ökkla og neðan kálfa. Það eru engin liðamót þar en þetta svæði hefur reynst mér verst síðustu ár.

Infrarauð sána á að vera góð til að mýkja upp bandvef og mjúkvefina. 
Infrarauðir ljósgeislar fara inn í líkama okkar um 4.5 cm þægilega og örugglega, sem þýðir að innstu vefir og líffæri verða örvuð, sem svo gerir það að verkum að maður svitnar mun meira en maður gerir í hefðbundinni saunu.
Meðferð í infrarauðri saunu útvíkkar blóðæðarnar og eykur blóðrásina, leysir upp spennuna og sér til þess að sveigjanleiki sé í vöðvum. Á sama tíma róast líkaminn niður.
Meðferð með hreinu infrarauðu hitabylgjunum hafa einnig gefið jákvæðar niðurstöður á spóríasis og brunaskaða, með því að opna svitaholurnar fjarlægjum við sködduð efni og dauðar húðfrumur á fljótlegan hátt og flýtum fyrir endurnýjun, sem gefur frískari og mýkri húð.
Maður finnur fyrir vellíðan í infrarauðri saunu, upplifir afslappandi og afstressandi áhrif sem einnig bæta ónæmiskerfi. Þegar hiti eða flensa gerir vart við sig getur notkun á infrarauðri saunu haft jákvæð áhrif. 

 Ég fór og það var gott en það hefði verið enn betra ef ég hefði getað farið í nudd áður. Það vantaði herslumuninn á að losa nógu mikið um. EN EN EN EN EN það var ágætt að fara og sánuferðin markaði upphaf skorpu #33.


 Ég ákvað að hafa bæði bestu myndina og eina af þeim verstu. Það voru fleiri vondar en góðar.

Einu sinni leit ég svona út

 gat bæði hreyft mig og hlegið. Staðan er ögn önnur núna Ég sé fyrir mér að borða mjög létt um helgar. Helgarnar get ég en málin vandast þegar kemur að vinnunni. Ég er mjög þreytt eftir hana og treð í mig óhollustunni eftir hana. Ég stefni á að nesta mig þessa vikuna og er búin að finna eitt og annað sem gagnast mér. Ég verð að muna að ég hef getað áður lifað án þess að borða óhollt og það er mitt að finna leið til að gera það aftur.

No comments:

Post a Comment