Sunday, February 7, 2016

Matur fyrir megrun

Fyrst og fremst borða ég of mikið sælgæti. Sælgæti er minn helsti akkerishæll. Ég er ekki mikið matargat, ég væri til í að taka bara töflur og borða tvisvar sinnum í viku. Eins gaman og mér finnst að skoða uppskriftir og horfa á fallegar matarmyndir þá fylgir sú gleði mér ekki inn í matargerðina. Úthaldsleysi hefur mikið að segja, ég á mjög erfitt með að elda. Fætur og hendur eru lengi að jafna sig og útheimtir mikla orku að stússast í mat. Það þarf að kaupa í matinn, elda hann og taka til eftir sig. Fyrir gigtveikan líkama þá get ég eitt, hugsanlegt tvennt en sjaldan allt þrennt. Matseld er mér því verulega erfið. 

Asian Sesame Cucumber Salad
Sesam-salat
Ég er búin að semí kaupa inn fyrir þrjá rétti sem ég plana að taka með mér í vinnuna og borða í dag. Ég hata að setja inn myndir á blogger, þær koma aldrei út eins og kona vill. Þær verða því miður að vera bara hér út um allt. En réttirnir þrír eru sesamsalat, grænmetissushí og sætkartöfluréttur frá ljúfmeti.com. Ég fór með þann rétt í vinnuna og varð ekki meint af. Banana-chia-hafragrautur í fyrramálið, smoothie og salat, svo sána í fyrramálið og þetta mun ganga vel hjá mér. positvie thoughts:)

   


Grænmetis-sushí

No comments:

Post a Comment