Friday, February 5, 2016

Skorpa #33

Djöfull er júróvísíon lélegt, ég elska það samt. Lagavalið er samt alltaf svo glatað!!! Skemmtilegasta lagið er hennar Gretu en ég er einnig skotin í hljómsveitinni Evu.

Ég veit ekki hvernig ég á að byrja, annars vegar langar mig til að halda dagbók til að komast yfir síðasta hjallann (og sú dagbók á að vera full af fallegum myndum sem sýna hvernig ég massa þetta) en hins vegar vil ég bara fá útrás fyrir gremju og vorkenna sjálfri mér.

Ergo: síðasti hjallinn er mér drulluerfiður og ég næ hvorki að grenna mig né ná mér nógu góðri af helvítis gigtinni.

Eitt sem er mikilvægt er að blogga samdægurs, það fennir fljótt í sporin og það er mikilvægt að skrá niður markmiðin og gleðin og væntingar sem fylgja því að setja markið á betra líf. Það er leiðinlegara að segja frá því að kona hafi sett sér markmið og ekki enst í fimm mínútur, risssaaa stórt dææææssss.

Í fyrsta sinn blogg ég og er nokk sama þó að enginn lesi. Mér hefur fundist mikilvægt að komast í kynni við aðra sem glíma við gigt og fylgifiska hennar en núna þarf ég bara að komast á annað stað í lífinu, ná betri heilsu og finna leiðir til að halda mér við efnið.

No comments:

Post a Comment