Monday, October 10, 2016

Ég er fáviti

Síðast þegar ég hljóp, þá hljóp ég í 1 fokking mínútu og vaknaði tognuð á ökkla og gat með naumindum stundað vinnu dagana á eftir.

Núna hljóp í 3 mínútur af því
ég er auðvitað ekki með gigt
og get auðveldlega hlaupið í þrjár mínútur án þess að súpa seyðið af því.

þú veist, allt í lagi

það er ekki í lagi með mig.

Ég bíð spennt eftir morgundeginum.

Wednesday, October 5, 2016

Ömurlegur dagur en samt góður

Fór í ræktina í dag, fór í gufu í gær.
Mér gengur mjög vel að fara í gufu og rækt.

Ég væri til í að finna dagatal sem ég gæti sett á bloggið og merkt þar inn rækt og gufu til að fá betri yfirsýn.

Borðaði mjög, mjög illa í dag.Ég nenni ekki einu sinni að fara á matarbömmer.

Ég þarf bara að komast í gegnum fyrstu vikuna, skipta um farveg. Fara upp úr nammifarveginum og hoppa á grænmetisvagninn. Líkt og ég var alltaf á fyrir utan síðustu 1 og hálft ár

Tuesday, October 4, 2016

Gigtarkíló

Nýr skápur.
Það tók ekki nema þrjá daga að fara niður um skápanúmer.
Ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með mig og finnst þetta alveg dúndur leið til að halda mér við efnið.
Það er nefnilega meira en að segja það þegar kílóin sem þurfa að fjúka eru 10plús og kona er búin að venja sig á að kók og prinspóló til að lifa daginn af. Þá eru 300 grömm einungis dropi í hafið og lítil ástæða til að fagna því þyngdartapi.
En 500 grömmin sem þurfti að yfirgefa partýið til að fá að fara niður um skápanúmer var vel fagnað og ég var hrikalega sátt við þyngdartapið sem og sjálfan mig.

Stóð samt sjálfan mig að því að fara á smá bömmer í morgun því á  sama tíma og ég náði markmiðinu mínu þá um leið byrjaði nýtt markmið og það eru heldur fleiri grömm sem þurfa að fara  til að ég geti skipt um skáp eða 700 grömm og í eitt augnablik í morgun þá fannst mér það hrikalega mikið og óyfirstíganlegt. EN EN EN EN EN EN EN

þegar ég fór í gufuna í dag og skipti um skáp þá varð ég bara kát og glöð. Það verður gaman að vera í skáp nr. 26 í nokkra daga og hann hjálpar mér því ég vil ekki fara í skáp nr. 27 og við hliðina á honum er svo skápur nr. 25 sem ég stefni næst á.

Next upp:
700 grömm


Sunday, October 2, 2016

Hvatningarkerfi

Ég er komin með stórkostlegt hvatningarkerfi í baráttunni við aukakílóin. Ég hugsa að það sé langbesta kerfið sem ég hef komið mér upp. Yfirleitt hef ég haft bak við eyrað að þegar þessu og hinu markmiði sé náð megi ég gera/kaupa mér eitthvað skemmtilegt. Það hefur lítinn árangur borið hingað til. Nú er ég komin með langtímakerfi fyrir öll 27 kílóin sem ég vil losna við. Langtímakerfi er lykilorðið, hvatningarkerfið mitt nær yfir upphaf og endi, það er mælanlegt og sjónrænt. Kauphvatningarkerfin stranda yfirleitt á að hlutirnir sem eru keyptir standa aldrei í neinu samhengi, hvorki við kílóin sem fjúka né hlutina sem fá að koma inn á heimilið.

Nýja hvatningarkerfið verður viðbót, ég ætla svo sannarlega að verðlauna sjálfan mig með einskins nýtum hlutum eða upplifunum fyrir hvert það kíló sem ég næ að henda út á hafsauga.

Í búningsklefanum mínum eru einungis 27 skápar. Þeir eru allir númeraðir með stórum tölumstöfum. Í nokkurn tíma hef ég farið í skáp nr. 27, fór aðeins í skáp nr. 26 en svo aftur í skáp nr. 27. Þegar eitt kíló er að fullu farið, má ég færa um skáp, annað kíló fer þá er það skápur nr. 25. Nýtt kíló sem hverfur, nýr skápur og ég færist um stað í  herberginu.

Allt þetta ár hef ég ekki fundið fyrir neinum spenningi né eldmóði þegar kemur að þyngdartapi en nú eftir að nýja hvatningarkerfið er komið í notkun þá eru markmiðin orðin svo viðráðanleg og skemmtileg að ná. Ég er til að mynda á byrjunarreit og hvernig í ósköpunum á að vera hægt að sjá fram á að missa 27 kíló. Það er ekki hægt, kona missir móðinn áður en hún leggur af stað.EN EN EN EN

í nýja kerfinu þá þarf ég einungis að missa 500 grömm til að mega fara í nýjan skáp. 500 grömm er ekki neitt. Það er hægt að ná þeim á nokkrum dögum ef vel er haldið á spöðunum. 500 grömm er viðráðanlegt og ég hlakka svo til að ná skáp nr. 26