Sunday, October 2, 2016

Hvatningarkerfi

Ég er komin með stórkostlegt hvatningarkerfi í baráttunni við aukakílóin. Ég hugsa að það sé langbesta kerfið sem ég hef komið mér upp. Yfirleitt hef ég haft bak við eyrað að þegar þessu og hinu markmiði sé náð megi ég gera/kaupa mér eitthvað skemmtilegt. Það hefur lítinn árangur borið hingað til. Nú er ég komin með langtímakerfi fyrir öll 27 kílóin sem ég vil losna við. Langtímakerfi er lykilorðið, hvatningarkerfið mitt nær yfir upphaf og endi, það er mælanlegt og sjónrænt. Kauphvatningarkerfin stranda yfirleitt á að hlutirnir sem eru keyptir standa aldrei í neinu samhengi, hvorki við kílóin sem fjúka né hlutina sem fá að koma inn á heimilið.

Nýja hvatningarkerfið verður viðbót, ég ætla svo sannarlega að verðlauna sjálfan mig með einskins nýtum hlutum eða upplifunum fyrir hvert það kíló sem ég næ að henda út á hafsauga.

Í búningsklefanum mínum eru einungis 27 skápar. Þeir eru allir númeraðir með stórum tölumstöfum. Í nokkurn tíma hef ég farið í skáp nr. 27, fór aðeins í skáp nr. 26 en svo aftur í skáp nr. 27. Þegar eitt kíló er að fullu farið, má ég færa um skáp, annað kíló fer þá er það skápur nr. 25. Nýtt kíló sem hverfur, nýr skápur og ég færist um stað í  herberginu.

Allt þetta ár hef ég ekki fundið fyrir neinum spenningi né eldmóði þegar kemur að þyngdartapi en nú eftir að nýja hvatningarkerfið er komið í notkun þá eru markmiðin orðin svo viðráðanleg og skemmtileg að ná. Ég er til að mynda á byrjunarreit og hvernig í ósköpunum á að vera hægt að sjá fram á að missa 27 kíló. Það er ekki hægt, kona missir móðinn áður en hún leggur af stað.EN EN EN EN

í nýja kerfinu þá þarf ég einungis að missa 500 grömm til að mega fara í nýjan skáp. 500 grömm er ekki neitt. Það er hægt að ná þeim á nokkrum dögum ef vel er haldið á spöðunum. 500 grömm er viðráðanlegt og ég hlakka svo til að ná skáp nr. 26

No comments:

Post a Comment