Tuesday, October 4, 2016

Gigtarkíló

Nýr skápur.
Það tók ekki nema þrjá daga að fara niður um skápanúmer.
Ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með mig og finnst þetta alveg dúndur leið til að halda mér við efnið.
Það er nefnilega meira en að segja það þegar kílóin sem þurfa að fjúka eru 10plús og kona er búin að venja sig á að kók og prinspóló til að lifa daginn af. Þá eru 300 grömm einungis dropi í hafið og lítil ástæða til að fagna því þyngdartapi.
En 500 grömmin sem þurfti að yfirgefa partýið til að fá að fara niður um skápanúmer var vel fagnað og ég var hrikalega sátt við þyngdartapið sem og sjálfan mig.

Stóð samt sjálfan mig að því að fara á smá bömmer í morgun því á  sama tíma og ég náði markmiðinu mínu þá um leið byrjaði nýtt markmið og það eru heldur fleiri grömm sem þurfa að fara  til að ég geti skipt um skáp eða 700 grömm og í eitt augnablik í morgun þá fannst mér það hrikalega mikið og óyfirstíganlegt. EN EN EN EN EN EN EN

þegar ég fór í gufuna í dag og skipti um skáp þá varð ég bara kát og glöð. Það verður gaman að vera í skáp nr. 26 í nokkra daga og hann hjálpar mér því ég vil ekki fara í skáp nr. 27 og við hliðina á honum er svo skápur nr. 25 sem ég stefni næst á.

Next upp:
700 grömm


No comments:

Post a Comment